Skandall í DK
Hæ,
Stutt til jóla og líklega verða jólin hjá Stein Bagger eitthvað öðruvísi en í fyrra. Þessi ötuli viðskiptajöfur hefur stýrt fyrirtæki sem heitir IT Faktory við góðan orðstýr síðan 2003 þegar fyrirtækið var við það að verða gjaldþrota. Í síðasta mánuði fékk fyrirtækið verðlaun fyrir afrek sín. Danske Bank lagði nýlega ca 350 milljónir danskar í batteríið og Sydbank gerði samning um kaup á hugbúnaði frá IT Faktory upp á 25 milljónir danskar.
Stein var svo í Dubai og sagði við konu sína þar að hann ætlaði aðeins að skreppa frá. Síðan hefur ekkert frést til hans. Konan kom sér heim og veit ekki meir.
Nú hafa runnið einar 30 grímur á fólk í viðskiptaheiminum og kemur í ljós að Stein hefur amk platað ca 500 milljónir danskar frá ýmsum aðilum og allt sem hann seldi var bara heitt loft eins og daninn segir. Síðast sem heyrðist af Stein var að hann væri líklega á Bahamas.
IT faktory, gulleggið í dönskum viðskiptaheimi er farið á hausinn og lögreglan komin í málið.
Stjórn IT faktory virðist ekki kannast við neitt og enginn virðist hafa spurt út í hvernig þessi hugbúnaður sem Stein var að selja liti út, enginn, já enginn hafði hugmynd um hvað hann í raun var að selja þessum háu herrum í viðskiptaheiminum.
Ansi fróðlegt mál og ótrúlegt hversu langt Stein náði að plata alla í kringum sig og nú á hverjum degi kemur ýmislegt í ljós og danskur viðskiptaheimur hálfskammast sín að hafa veitt IT faktory nefnd verðlaun, sem eðlilega voru kölluð tilbaka.
Við höfum oft gagnrýnt regluverkið heima og eftirlit þar, en það var nú einmitt svona regluverk sem klikkaði hér. Einungis einn fréttamaður spurði út í hluti sem virtust ekki passa allir aðrir hoppuðu á skrúðgönguna og dásömuðu fyrirtækið og það ótrúlega afrek að snúa því úr gjaldþrotabúi í fyrirtæki með næstum tveggja milljarða danskra króna hugbúnaðarrisa.
Stein mun sem sagt að halda jólin erlendis með ca. 500 milljónir danskar í farteskinu. Hann ætti að eiga fyrir eins og einni önd og jafnvel meðlæti.
bið að heilsa,
Arnar Thor
Stutt til jóla og líklega verða jólin hjá Stein Bagger eitthvað öðruvísi en í fyrra. Þessi ötuli viðskiptajöfur hefur stýrt fyrirtæki sem heitir IT Faktory við góðan orðstýr síðan 2003 þegar fyrirtækið var við það að verða gjaldþrota. Í síðasta mánuði fékk fyrirtækið verðlaun fyrir afrek sín. Danske Bank lagði nýlega ca 350 milljónir danskar í batteríið og Sydbank gerði samning um kaup á hugbúnaði frá IT Faktory upp á 25 milljónir danskar.
Stein var svo í Dubai og sagði við konu sína þar að hann ætlaði aðeins að skreppa frá. Síðan hefur ekkert frést til hans. Konan kom sér heim og veit ekki meir.
Nú hafa runnið einar 30 grímur á fólk í viðskiptaheiminum og kemur í ljós að Stein hefur amk platað ca 500 milljónir danskar frá ýmsum aðilum og allt sem hann seldi var bara heitt loft eins og daninn segir. Síðast sem heyrðist af Stein var að hann væri líklega á Bahamas.
IT faktory, gulleggið í dönskum viðskiptaheimi er farið á hausinn og lögreglan komin í málið.
Stjórn IT faktory virðist ekki kannast við neitt og enginn virðist hafa spurt út í hvernig þessi hugbúnaður sem Stein var að selja liti út, enginn, já enginn hafði hugmynd um hvað hann í raun var að selja þessum háu herrum í viðskiptaheiminum.
Ansi fróðlegt mál og ótrúlegt hversu langt Stein náði að plata alla í kringum sig og nú á hverjum degi kemur ýmislegt í ljós og danskur viðskiptaheimur hálfskammast sín að hafa veitt IT faktory nefnd verðlaun, sem eðlilega voru kölluð tilbaka.
Við höfum oft gagnrýnt regluverkið heima og eftirlit þar, en það var nú einmitt svona regluverk sem klikkaði hér. Einungis einn fréttamaður spurði út í hluti sem virtust ekki passa allir aðrir hoppuðu á skrúðgönguna og dásömuðu fyrirtækið og það ótrúlega afrek að snúa því úr gjaldþrotabúi í fyrirtæki með næstum tveggja milljarða danskra króna hugbúnaðarrisa.
Stein mun sem sagt að halda jólin erlendis með ca. 500 milljónir danskar í farteskinu. Hann ætti að eiga fyrir eins og einni önd og jafnvel meðlæti.
bið að heilsa,
Arnar Thor
Ummæli
kv
guðrún
Allavega, förum til Íslands á laugardaginn og ég þarf að skila fullt af verkefnum fyrir brottför. Hvenær ferð þú? Námið hefur gengið betur síðan þú heyrðir í mér síðast - það hjálpar alltaf að tappa af pirringi :)
En allavega ég held ég hringi bara - heyrumst.
Ótrúlegt hvað sumt fólk nær að narra annað fólk.
Góða ferð heim bráðum.